Skella í lás ?

Sú leið að neita öllum samningum við erlenda kröfuhafa og skella
landinu í lás var reynd í kjölfar hrunsins. Afleiðingin varð alger
einangrun frá okkar vina- og viðskiptaþjóðum, haldlagning íslenskra
eigna og hrun greiðslumiðlunar svo hvorki var hægt að senda peninga
til né frá landinu. Ísland er opið hagkerfi, háð utanríkisviðskiptum
enda lifum við af útflutningi, svo það er ekki raunverulegur valkostur
að loka samfélaginu. Stöðnun og fátækt væru óhjákvæmilegir fylgifiskar
og slíka framtíð viljum við ekki bjóða börnum okkar upp á.


Þegar þjóð með minnstu fljótandi mynt í heimi lendir í nær algeru
hruni eigin fjármálakerfis sem er að auki níföld árleg
þjóðarframleiðsla að stærð er fátt um góða kosti. Alvarleg
gjaldeyriskreppa þar sem algert vantraust á gjaldmiðli veldur flótta
með tilheyrandi gengishrapi er mjög alvarlegt ástand sem getur komið
atvinnulífi og heimilum í þrot á skömmum tíma. Reynsla annarra þjóða
sýnir að við þessar aðstæður er bara ein fær leið til endurreisnar og
það er að kalla til sérfræðiaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem
stýrir aðkomu annarra þjóða að verkinu. Við reyndum líka á eigin
skinni að meira að segja okkar best grann- og vinaþjóðir gerðu aðkomu
AGS að skilyrði fyrir aðstoð.
Valkosturinn hefði verið einangrun.


Það er útbreiddur misskilningur að verið sé að neyða Íslendinga til að
standa skil á öllum skuldum íslenska fjármálakerfisins. Í raun fer því mjög fjarri enda almennt reikna með að erlendir kröfuhafar muni aðeins fá um þriðjung upp í kröfur sínar úr búum gömlu bankanna.

Lykillinn að því að þeir sætti sig við þá niðurstöðu er hins vegar að uppgjörferlið
sé gagnsætt og framkvæmt af viðurkenndum aðilum. Við Íslendingar erum
lauslega áætlað að láta grannþjóðir okkar taka á sig skell upp á um
6.400 milljarðar íslenskra króna (m.v. evrugengi dagsins).

Til að komast frá svona viðskilnaði og eiga samt von um að komast aftur út á
alþjóðlega lánsfjármarkaði þarf einfaldlega samkomulag. Annars einangrumst við.


mbl.is Ráðleggur Íslandi að neita að borga skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jóna Jónsdóttir
Guðrún Jóna Jónsdóttir

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband