Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Metbiðlistar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

BUGL (Barna- og unglinga geðeild Landspítalans ) 

170 börn bíða eftir að fá páss hjá BUGL en þar eru 17 legu pláss í boði. (Fréttablaðið, 21.apríl 2007)

Er fólk sátt við, þess stefnu í heilbrigðismálum ?

Er þetta velferðarþjóðfélagið sem við búum í ?

Ætlar fólk jafnvel að kjósa flokkinn sem er búið að vera við völd síðustu 16 ár  aftur til að tryggja að svona verði áfram haldið ?

Ég þekki einstaklinga sem hafa átt við geðræn vandamál sem börn, einstaklinga sem nú eru full gildir meðlimir þjóðfélagsins, en það eru þeir sem hafa fengið pláss á  BUGL.  Aðra þekki ég sem fengu ekki aðstoð og eru nú fastir í klóm vímuefna, ekki það sé algilt en allir hljóta vera sammála um að við viljum ekki að börnunum okkar NÉ BÖRNUM ANNARA LÍÐI ILLA vegna biðlista Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Fólk flytjast búferlum til Reykjavíkur til að bjarga barninu sínu því sjaldnast er hægt að leita sér aðstoðar í byggðalögum landsins, nema að mjög takmörkuðu leiti, skólasálfræðingar koma kannski 1 sinni í mánuði. En hvað gerir fólk ekki fyrir börnin sín!!!

http://www.samfylkingin.is/  Skoðið Unga Ísland.


KYNÞOKKI ÞINGMANNA OG -KVENNA

Í Fréttablaðinu í gær var verið að fjalla um hvaða þingmaður bæri mesta kynþokkann. Ýmsir voru þar nefndir til sögunnar og fór ég aðeins að ræða þessa útlistun í vinnunni, aðeins var skeggrætt um hverjir ættu ekki heima þarna og hverja vantaði inn á þennan lista að okkar mati.  En þá leiddi ein spurning upp í huga minn: Kemur það eitthvað pólitík við að hafa kynþokka, er það eitthvað sem kemur fólki áfram í pólitík ? 

Annars er glæsilegt blað Samfylkingarinnar komið út í kraganum, Til hamingju með það Samfylkingarfólk.

 


Frábær landsfundur. Landsfundur sem segir.....

Um helgina var ég á glæsilegum landsfundi Samfylkingarinnar. Setningarræða formannsins var aðeins upphaf að frábærri helgi.  Laugardagurinn var snilldin ein, þá sáðu allir hversu glæsileg framtíð flokksins, ungt og efnilegt fólk í hverju kjördæmi,fullbúnir stjórnmálamenn sem vilja gefa allt sitt í barátturna fyrir jafnrétti.  Ræður afhafnamanna voru með áherslu á launajafnrétti, hvatning til kvenna til að ná langt, ræður sem sögðu okkur að Samfylkingin er á réttri leið, réttri leið til sigurs fyrir þjóðfélagið. Ég er stolt af því að tilheyra Jafnaðarmannaflokki Íslands, flokk sem á eftir að breyta því hvernig við hugsum um orðin :  jafnrétti, jöfnuður, velferðarkerfi og heilbrigðisþjónusta svo einhver séu upptalin. Orðin eiga loksins eftir að fá virkilega meiningu í eyru.allra.  Orð sem hafa hingað til verið tylliorð ráðmanna þegar þeir eru að reyna að sannfæra okkur um að allt sé eins og það á að vera.Ég hvet alla til að kynna sér málefni Samfylkingarinnar.

 


Höfundur

Guðrún Jóna Jónsdóttir
Guðrún Jóna Jónsdóttir

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband