Um helgina var ég á glæsilegum landsfundi Samfylkingarinnar. Setningarræða formannsins var aðeins upphaf að frábærri helgi. Laugardagurinn var snilldin ein, þá sáðu allir hversu glæsileg framtíð flokksins, ungt og efnilegt fólk í hverju kjördæmi,fullbúnir stjórnmálamenn sem vilja gefa allt sitt í barátturna fyrir jafnrétti. Ræður afhafnamanna voru með áherslu á launajafnrétti, hvatning til kvenna til að ná langt, ræður sem sögðu okkur að Samfylkingin er á réttri leið, réttri leið til sigurs fyrir þjóðfélagið. Ég er stolt af því að tilheyra Jafnaðarmannaflokki Íslands, flokk sem á eftir að breyta því hvernig við hugsum um orðin : jafnrétti, jöfnuður, velferðarkerfi og heilbrigðisþjónusta svo einhver séu upptalin. Orðin eiga loksins eftir að fá virkilega meiningu í eyru.allra. Orð sem hafa hingað til verið tylliorð ráðmanna þegar þeir eru að reyna að sannfæra okkur um að allt sé eins og það á að vera.Ég hvet alla til að kynna sér málefni Samfylkingarinnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.