Um hvað snýst málþófið á Alþingi í dag?

Varðstöðu um vald sérhagsmuna og hefðbundin átök milli jafnaðarstefnu
og hægri stefnu.

 

Stjórnarskrárbreytingarnar ganga út á þrjú lykilatriði:


1: Afnema varanlega vald til að gefa einkaaðilum sameiginlegar auðlindir.

2:Færa almenningi vald til að geta haft bein áhrif á mál milli kosninga
með ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur.


3: Færa almenningi beinna vald til breytinga á stjórnarskrá með ákvæði um
hvernig stjórnarskrá er breytt milli kosninga og með stjórnlagaþingi.


Þeir sem hamast gegn þessu með þeim rökum að verið sé að svipta
Alþingi einhverju af valdi sínu horfa framhjá þeim augljósu sannindum
að Alþingi er ekki uppspretta valds, þingmenn þiggja vald sitt sem
fulltrúar fólksins.


mbl.is Þingmenn syngja og dansa darraðardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snoo Pingas UIC

Ég þakka þér fyrir að varpa eilitlu ljósi á innihald þessa deilna. Mér þykir það nefnilega ótrúlegt að fjölmiðlar fjalla EKKERT um innihald þessa ágreinings! Mér virðist sem fréttaflutningurinn sé aðeins á þessa leið: Sjálfstæðisflokkurinn er á móti - aðrir eru fylgjandi.

 Séu þessir þrír punktar sem þú tekur fram réttir sé ég ekkert athugavert við að þessar breytingar. Ósköp væri það líka gaman ef einhver sjálfstæðismaðurinn gæti stigið fram og sagt hvað sé rangt við þessar breytingar... EKKI hvað sé rangt við að ætla að breyta stjórnarskránni á þessum tímum eða væl í þeim dúr!

Snoo Pingas UIC, 6.4.2009 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jóna Jónsdóttir
Guðrún Jóna Jónsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband