Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Mikið hefur verið rætt um að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hafi verið aðgerðarlaus í sinni tíð...
Þetta er einfalldlega rangt, við erum að takast á við hrun, kerfishrun, því verða hlutirnir ekki eins og þeir voru fyrir hrun... og við verðum einhver ár að takast a´við það atviinnuleysi sem nú blasir við.
En það er ýmislegt hægt að gera og hér smá upptalning á því hvað Samfylkingin hefur þegar gert :
Almennar aðgerðir:
- Vaxtabætur hækka um allt að 55%. Heildarhækkunin frá fjárlögum 2008 er þá samtals orðin rúmlega 66%.
- 10-20% lægri greiðslubyrði með greiðslujöfnun verðtryggðra lána
- 40-50% lægri greiðslubyrði með greiðslujöfnun gengistryggðra lána
- Möguleiki á að frysta allar afborganir í allt að 3 ár eða greiða aðeins vexti og verðbætur.
- Séreignarsparnað má fá greiddan út, allt að 1 milljón á mann og 2 á hjón.
- Dráttarvextir lækkaðir um 4%
- Óskertar barnabætur þrátt fyrir skattaskuld
- Greiðsluaðlögun þar sem skuldir eru afskrifaðar eða aðlagaðar greiðslugetu. Velferðarbrúin felur því í sér umtalsverðar afskriftir skulda heimilanna.
- Frestun nauðungaruppboða fram í október.
- Lengri aðfararfrestir, 40 dagar nú í stað 15.
- Aukinn stuðningur við fólk sem kemst í greiðsluþrot.
- Heimili ábyrgðarmanna varin og ábyrgð þeirra takmörkuð
Það er hægt að gera meira - og treysti ég samfylkingunni best fyrir því og umsókn um ESB er rökrétt næsta skref :
X - S 25. apríl
Ríkastir stórjuku sinn hlut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.4.2009 | 08:11 (breytt kl. 08:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað þarf að segja meira en þetta.....
X - S
Ofbeldi og skemmdarverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.4.2009 | 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við verðum að bregðast við strax... ekki í lok maí.
Öll sveitarfélög ættu að lýta í kringum sig og sjá hvað það væri sem hægt væri að nýta ungt fólk í að gera í sumar...
- Byggja upp göngustíga innan borgarmarka og utan.
- Hjálpa til við að gera göngukort
- Taka til á byggingarreitum þar sem byggingu hefur verið hætt tímabundið eða til lengri tíma
- Vinna við skógrækt og uppgræðslu á hálendi og innan bæjarmarka
- mála yfir kort i bænum
- Taka til í görðum kringum stofnanir og hjá fólki sem kemur þvi ekki við að einhverjum sökum
- Vinna með fyrirtækjum í hverju bæjarfélagi - sjá hvort það séu einhver verkefni sem eru mannafslfrek en hefur ekki verið farið í sökum niðurskurðar... mála hús, byggja upp heimasíður
- Laga net
- Taka til í kringum hafnir
- Auglýsa sveitarfélagið með einhverjum hætti
- Vera með gleði-dag þar sem allir eiga að gera eitthvað - þau sjá um undirbúning
- aðstoða við kennslu hjá eldriborgurum, fara í heimsóknir fyrir rauðakrossinn
Allt er þetta mun ódýrara en að láta fólk vera að gera ekki neitt í sumar........
Þúsundir sækja í sumarstörfin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.4.2009 | 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sú leið að neita öllum samningum við erlenda kröfuhafa og skella
landinu í lás var reynd í kjölfar hrunsins. Afleiðingin varð alger
einangrun frá okkar vina- og viðskiptaþjóðum, haldlagning íslenskra
eigna og hrun greiðslumiðlunar svo hvorki var hægt að senda peninga
til né frá landinu. Ísland er opið hagkerfi, háð utanríkisviðskiptum
enda lifum við af útflutningi, svo það er ekki raunverulegur valkostur
að loka samfélaginu. Stöðnun og fátækt væru óhjákvæmilegir fylgifiskar
og slíka framtíð viljum við ekki bjóða börnum okkar upp á.
Þegar þjóð með minnstu fljótandi mynt í heimi lendir í nær algeru
hruni eigin fjármálakerfis sem er að auki níföld árleg
þjóðarframleiðsla að stærð er fátt um góða kosti. Alvarleg
gjaldeyriskreppa þar sem algert vantraust á gjaldmiðli veldur flótta
með tilheyrandi gengishrapi er mjög alvarlegt ástand sem getur komið
atvinnulífi og heimilum í þrot á skömmum tíma. Reynsla annarra þjóða
sýnir að við þessar aðstæður er bara ein fær leið til endurreisnar og
það er að kalla til sérfræðiaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem
stýrir aðkomu annarra þjóða að verkinu. Við reyndum líka á eigin
skinni að meira að segja okkar best grann- og vinaþjóðir gerðu aðkomu
AGS að skilyrði fyrir aðstoð.
Valkosturinn hefði verið einangrun.
Það er útbreiddur misskilningur að verið sé að neyða Íslendinga til að
standa skil á öllum skuldum íslenska fjármálakerfisins. Í raun fer því mjög fjarri enda almennt reikna með að erlendir kröfuhafar muni aðeins fá um þriðjung upp í kröfur sínar úr búum gömlu bankanna.
Lykillinn að því að þeir sætti sig við þá niðurstöðu er hins vegar að uppgjörferlið
sé gagnsætt og framkvæmt af viðurkenndum aðilum. Við Íslendingar erum
lauslega áætlað að láta grannþjóðir okkar taka á sig skell upp á um
6.400 milljarðar íslenskra króna (m.v. evrugengi dagsins).
Til að komast frá svona viðskilnaði og eiga samt von um að komast aftur út á
alþjóðlega lánsfjármarkaði þarf einfaldlega samkomulag. Annars einangrumst við.
Ráðleggur Íslandi að neita að borga skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.4.2009 | 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úr DV í dag 7. apríl 2009:
ANNAÐ HRUN YFIRVOFANDI
Ekkert getur komið í veg fyrir að húsnæðisverð muni lækka stórlega á
næstu mánuðum og misserum. Seðlabankinn spáir 47 prósent verðfalli á
næstu þremur árum, frá því verðið var hæst í lok árs 2007. Tryggvi Þór
Herbertsson hagfræðingur segir að keðjuverkun muni leiða til enn meira
hruns, verði ekkert að gert. Þá geti allir þeir sem skuldi lent í
vandræðum og fólk misst trú á samfélaginu.
Úr Morgunblaðinu: 9. nóvember 2008
"Tryggva blöskrar umræðan í þjóðfélaginu um stöðu íslensks
efnahagslífs. Núna finnst mér ástandið vera þannig að það keppir hver
við annan með yfirboðum í svartnættinu, hrakspám fyrir Ísland. Og menn
gerast jafnvel svo djarfir að líkja því við mestu óáran í sögu
þjóðarinnar, móðuharðindin, segja að hér verði varla líft árum saman
eða í áratugi, og spá atvinnuleysi að lágmarki 10%, jafnvel 20%. En ef
maður leggur þetta aðeins niður fyrir sér er augljóst að ekkert
tilefni er til svona ofboðslegrar svartsýni."
og hvorum á maður að trúa ??
Bloggar | 7.4.2009 | 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á landsfundi Samfylkingarinnar var samþykkt að við ætlum að standa við þá alþjóðlegu loftlagsamninga sem gerðir hafa verið ekki sækja um undanþágu eins og hjálpvana þjóð. Við auglýsum okkur sem hreint og heilnæmt land við skulum setja þær kvaðir á fyrirtækin okkar að fylgja þeim reglum sem settar hafa verið í alþjóðamálum. Þetta getur verið hvatningu fyrir okkur að leita nýrra og minna mengandi leiða í aflvæðingu skipa og bílaflotans...bjóðum erlendum fyrirtækjum og fjárfestum að koma til Íslands og prófa sínar hugmyndir..p.s. ég fékk reyndar áfall þegar ég las fyrirsögnina... bannað að hræða mann svona í morgunsárið
Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.4.2009 | 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir um 7 vikur koma um 13.000 nemendur HI út á vinnumarkaðinn. Að sjálfsögðu eigum við að bjóða þessum nemum að taka eina sumarönn frekar enn að hafa þau á atvinnuleysisbótum, svo er það reyndar mismunandi hver réttur námsmanna er til atvinnuleysisbóta.
En háskólanemendur eru ekki þeir einu sem eru í þessum vanda, framhaldsskólanemar lenda líka í Atvinnuleysinu í sumar, sveitarfélögin eru mörg hver komin með sérlausnir við þessum vanda - en það mætti gera enn betur í þeim málum. Byggja upp göngustíga, vinna í eldri húsum, vinna með öldruðum, halda utan um námskeið með íþróttafélögum... og svo mætti lengi telja ...
Við verðum að hugsa um framtíðina..... hvað gerum við ef ungt fólk glatar atvinnuhæfni sinni???
Ódýrara að veita námslán áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.4.2009 | 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Varðstöðu um vald sérhagsmuna og hefðbundin átök milli jafnaðarstefnu
og hægri stefnu.
Stjórnarskrárbreytingarnar ganga út á þrjú lykilatriði:
1: Afnema varanlega vald til að gefa einkaaðilum sameiginlegar auðlindir.
2:Færa almenningi vald til að geta haft bein áhrif á mál milli kosninga
með ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur.
3: Færa almenningi beinna vald til breytinga á stjórnarskrá með ákvæði um
hvernig stjórnarskrá er breytt milli kosninga og með stjórnlagaþingi.
Þeir sem hamast gegn þessu með þeim rökum að verið sé að svipta
Alþingi einhverju af valdi sínu horfa framhjá þeim augljósu sannindum
að Alþingi er ekki uppspretta valds, þingmenn þiggja vald sitt sem
fulltrúar fólksins.
Þingmenn syngja og dansa darraðardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.4.2009 | 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)